Það er spurning hvort ekki sé hægt að loka fyrir þráðinn nema þann möguleika að geta kosið.
Ég er hlynntur því að við sjáum ekki stöðu kosningar fyrr en úrslit liggja fyrir.
Ef þráðurinn er læstur þá er erfiðara að bömpa honum og almennar umræður um myndirnar eða keppnina geta ekki orðið fyrr en keppninni er lokið.
Það er þo ekki ósennilegt að framvegis verði keppnisþráðum læst vegna fólks eins og MFR og Sigurgeirs sem telur sig knúið til þess að tjá sig um einstakar myndir þrátt fyrir tilmæli um að slíkt sé ekki gert.
Ég er ekki ósammála því að ekki ætti að ræða hvað maður kaus fyrr en að kosningu lokinni, en ég verð nú að segja að þetta hafi kannski verið óvart hjá þeim ?
Ég man eftir umræðunni um þetta mál í einhverjum eldri ljósmyndakeppnisþræði en ekkert eftir það, ef það hefði verið tekið fram strax í fyrsta pósti þessa þráðs að fólk ætti ekki að tjá sig um þetta þá hefðu þau líklega séð það og sleppt því að pósta.
Það er ekki víst að þau hafi lesið hinn þráðinn þar sem þessar umræður fóru fram.
Andri Pogo wrote:Ég er ekki ósammála því að ekki ætti að ræða hvað maður kaus fyrr en að kosningu lokinni, en ég verð nú að segja að þetta hafi kannski verið óvart hjá þeim ?
Ég man eftir umræðunni um þetta mál í einhverjum eldri ljósmyndakeppnisþræði en ekkert eftir það, ef það hefði verið tekið fram strax í fyrsta pósti þessa þráðs að fólk ætti ekki að tjá sig um þetta þá hefðu þau líklega séð það og sleppt því að pósta.
Það er ekki víst að þau hafi lesið hinn þráðinn þar sem þessar umræður fóru fram.
ég var líka bara að benda MFR á það að halda þessu næst fyrir sjálfan sig en hreinlega held ég að sigurgeir fái úr honum með sínu endalausa rugli
Til þess að fá rétta skoðun fólks á því hvað því finnist um eitthvað tiltekið, þá þarf fólk að taka afstöðu sjálfstætt og alveg út af fyrir sig, þannig að ekkert hafi áhrif á ákvörðun þess.
Þegar við förum á kjörstað í alþingis- eða bæjarstjórnarkosningum sjáum við, að þar er reynt að útiloka allt sem hugsanlega getur haft áhfrif á okkur.
Ég hef sjálfur marg oft tekið eftir því að fólk er sumt hvert mjög áhrifagjarnt, þannig að það getur snúist á sveif með eða móti því sem einhver annar segir.
Ég þakka kærlega fyrir mig, þið sem kusuð mynd #17
(og þann eina sem kaus mynd #13, sem ég á líka)
Það er mjög mikill heiður að eiga Bestu mynd ársins.
Til lukku Andri
en svona til að hrella þig þá fynnst mér myndin ekki vera í fókus og full mikill glampi á henni þannig að hún var ekki í uppáhaldi hjá mér hehe
skemmtilegur fiskur þó